Undirstaða Breakage - 08.02.2010

Tónlistarmaðurinn James Boyle, betur þekktur sem Breakage, sendir á næstunni frá sér aðra breiðskífu sína sem hefur hlotið nafnið "Foundation". Skífa þessi mun koma út á Digital Soundboy útgáfu Shy FX og mun m.a. innihalda samvinnuverkefni með Skream, Burial, Kemo og Newham Generals. Breakage hefur í gegnum tíðina stundað tónsmíðar af ýmsu tagi og mun skífan innihalda lög í drum & bass, dubstep og hip hop geirunum.

Á síðustu mánuðum hafa komið út tvær 12" af breiðskífunni, "Run'em Out" með Roots Manuva og "Hard" með Newham Generals og David Rodigan, og gefa þær forsmekkinn af því sem koma skal. "Foundation" er væntanleg í verslanir í febrúar og kemur út á vínyl, geisladisk og stafrænu formi.

Hlekkir:
Breakage á Myspace


Deila með vinum:0 hefur röflað

    Þú þarft að vera innskráður til að geta röflað!

    Póstlisti


    Breakbeat.is
    Podcast