Klute með tónlist spámannsins - 17.02.2010

Íslandsvinurinn Tom Withers hyggst á næstunni senda frá sér nýja breiðskífu á útgáfu sinni Commercial Suicide. Skífan hefur hlotið nafnið "Music for Prophet" og er sjötta breiðskífa Klute en sú síðasta "Emperors New Clothes" kom út árið 2007.

"Music for Prophet"" mun vera í anda fyrri breiðskífna Klute, dansvæn en jafnframt heildstæður gripur. Meðal gesta sem koma við sögu á skífunni má nefna Dom & Roland og stafræn niðurhalsútgáfa mun einnig innihalda techno tónsmíðar frá Klute. Skífan kemur út á 3x12" og cd í maí en smáskífa sem gefur forsmekk af því sem koma skal ratar í verslanir í apríl.

Aukinheldur er Klute með metnaðarfulla útgáfudagskrá í vændum á Commercial Suicide en þar er von á tónum frá mönnum á borð við Mindscape, Insight, Dom & Roland og Nymfo á komandi mánuðum.

Hlekkur


Deila með vinum:0 hefur röflað

    Þú þarft að vera innskráður til að geta röflað!

    Póstlisti


    Breakbeat.is
    Podcast