Loefah til Íslands! - 22.02.2010

Í næsta mánuði hefjast ný mánaðarleg dubstep-tjútt í Reykjavíkurborg. Það er hið alræmda ATG-krú sem stendur á bakvið herlegheitin, en kvöldin munu bera nafnið “Do One”. Jómfrúartjúttið fer fram á Jacobsen laugardaginn 6. mars næstkomandi og er heiðursgestur kvöldsins enginn annar en Lundúnarbúinn Loefah.

Loefah er einn af þungavigarmönnum dubstep-senunnar, en hann hefur í áraraðir rekið plötuútgáfuna DMZ ásamt Digital Mystikz.  Í fyrra stofnaði hann síðan útgáfuna Swamp 81, en þar hafa Skream og Kryptic Minds gefið út. Sjálfur hefur Loefah gefið út eigið efni hjá útgáfum á borð við Tempa, Big Apple, Tectonic, Deep Medi, Rephlex og að sjálfsögðu DMZ.

Efri hæð Jacobsen þetta kvöld verður tileinkuð Thule-útgáfunni goðsagnakenndu, en þar munu forsprakkinn Thor, Exos og Impulze vera með 4x4 keyrslu. Í kjallaranum (Casbah) spila svo Loefah, ATG-residentarnir Klose One og Elvee, Danni Deluxx og pörupiltarnir Ewok & Frodo frá Breakbeat.is.

Miðaverð á þennan viðburð er 2000 krónur, og við hjá Breakbeat.is mælum hiklaust með þessu!

Viðburður á Facebook
Loefah á Myspace
ATG


Deila með vinum:0 hefur röflað

    Þú þarft að vera innskráður til að geta röflað!

    Póstlisti


    Breakbeat.is
    Podcast