Breakbeat.is topp 10 listi febrúar mánaðar - 28.02.2010

Topp tíu listi Breakbeat.is fyrir febrúar mánuð var kynntur í útvarpsþætti Breakbeat.is í gærkvöldi. Listar þessir eru teknir saman af plötusnúðum Breakbeat.is og kynntir í síðasta þætti hvers mánaðar. Að þessu sinni var það fríbreiðskífan "Bass Music Sessions" með kumpánunum I.D. og Baobinga sem trónaði á toppnum en fast á hæla þeirra komu menn á borð við Amon Tobin, Raiden, St. Files og Breakage.

Breakbeat.is topp tíu listi febrúar mánaðar 2010
1. I.D. & Baobinga - Bass Music Sessions (Bass Music)
2. Noisia - Machine Gun (Amon Tobin Remix) (Division)
3. Raiden - Aquarius (Renegade Hardware)
4. St.Files - Tek No Dub (Revolve:r)
5. DVA - Natty (Hyperdub)
6. System - Voices (Exit)
7. Massive Attack - Paradise Circus (Breakage's Tight Rope Remix) (FreeP3)
8. Limited Copy - Wagon (Subminimal Remix)
9. Marcus Visionary - My Sound (Lion Dubs)
10. C Kret - Fiendish (Future Thinkin')

Þú getur hlustað listan og þáttinn í heild sinni á tónasvæði Breakbeat.is


Deila með vinum:0 hefur röflað

    Þú þarft að vera innskráður til að geta röflað!

    Póstlisti


    Breakbeat.is
    Podcast