Justice og Metro senda frá sér 839 - 14.03.2010

Íslandsvinurinn Justice og félagi hans Metro hafa undanfarið ár unnið saman að tónsmíðum og munu á næstu vikum senda frá breiðskífu sem hefur hlotið hin dularfulla titil "839". Skífa þessi mun koma út á útgáfufyrirtæki Justice Modern Urban Jazz sem hefur gengið í endurnýjun lífdaga á síðustu misserum en þeir sem eru eldri en tvævetra í drum & bass heiminum muna eftir útgáfunni og tónsmíðum Justice á öndverðum 10. áratugnum.

"839" mun koma út á takmörkuðu upplagi á vínyl en einnig á geisladisk og stafrænu niðurhalsformi. Inniheldur gripurinn samvinnuverkefni með Momentum, Diamond Eye og hinum íslenska Muted. Er skífan væntanleg í verslanir á næstu vikum.

Hlekkir:

Deila með vinum:0 hefur röflað

    Þú þarft að vera innskráður til að geta röflað!

    Póstlisti


    Breakbeat.is
    Podcast