Commix endurhljóðblandaðir - 26.07.2010

Íslandsvinirnir George Levings og Guy Brewer, betur þekktir sem tvíeykið Commix, hafa fengið raftónlistarfólk úr hinum ýmsu geirum til þess að véla um endurhljóðblandanir af breiðskífu sinni "Call to Mind" og munu herlegheitin koma út í pakka sem hefur hlotið hið frumlega nafn "Re:Call to Mind". Það er Metalheadz útgáfa Goldie sem gefur út og verður gripurinn fáanlegur á geisladisk, stafrænu niðurhali og tveim 2x12" vínyl pökkum í október.

Urmull remixara kemur við sögu, úr drum & bass og dubstep heiminum má nefna dBridge, Burial, Instra:mental, A Made Up Sound (2562) og Pangea, en techno og house töffarar á borð við Kasem Mosse, Marcell Dettman og Underground Resistance setja einnig fram sínar túlkanir á Commix slögurum. Þangað til "Re:Call to Mind" kemur út geta Commix aðdáendur annars stytt sér stundir með nokkrum MP3 lögum sem nálgast má endurgjaldslaust á SoundCloud síðu Metalheadz útgáfunnar.


Deila með vinum:



0 hefur röflað

    Þú þarft að vera innskráður til að geta röflað!

    Póstlisti


    Breakbeat.is
    Podcast