Framundan hjá Swamp 81 - 23.08.2010

Íslandsvinurinn Loefah setti útgáfu sína Swamp 81 af stað í fyrra með dubstep efni frá Kryptic Minds, síðan hefur hann gefið út tónlist frá mönnum á borð við Skream, Ramadanman, Addison Groove og The Bug. Hefur Loefah hvergi slegið slöku við og framundan eru skífur frá sumum af stærri nöfnum dubstep heimsins, má þar nefna 12" frá Pinch, Instra:mental, Addison Groove, FaltyDL og Boddika (nýtt listamanns nafn Alex úr Instra:mental).

Upplýsti Loefah um þessa útgáfuáætlun í þætti Benji B á BBC 1Xtra útvarpsstöðinni nú um daginn. Aukinheldur sagði Loefah frá áætlunum um Addison Groove þröngskífu,  samstarfsverkefni sínu með Burial og lýsti því yfir að hann vonaðist til þess að tónlist eftir hann sjálfan liti brátt dagsins ljós en ár og dagar hafa liðið síðan nýjir tónar frá Loefah heyrðust á vínyl.


Deila með vinum:



0 hefur röflað

    Þú þarft að vera innskráður til að geta röflað!

    Póstlisti


    Breakbeat.is
    Podcast