Artificial Intelligence standa einir - 12.09.2010

Lundúnartvíeykið Artificial Intelligence mun á næstunni senda frá sér sína fyrstu breiðskífu á V Recordings útgáfunni. Hefur gripurinnn hlotið nafnið "Stand Alone" og er væntanlegur í verslanir í nóvember mánuði.

Ekki hefur heyrst mikið í þeim félögum undanfarið ef frá er skilin nýleg tólf tomma sem unnin var með dBridge og DRS enda hafa Artificial Intelligence unnið hörðum höndum að tónsmíðum fyrir breiðskífuna. Þó nokkuð er um samstarfsverkefni á skífu þessari en meðal þeirra sem koma við sögu má nefna Krust, Jenna G, Steo, dBridge og Marky. Lög af plötunni hafa þegar fengið þétta spilun hjá snúðum á borð við Grooverider, Goldie, Mary-Anne Hobbs og Andy C.


Deila með vinum:



0 hefur röflað

    Þú þarft að vera innskráður til að geta röflað!

    Póstlisti


    Breakbeat.is
    Podcast