Magnetic Man - fyrsta ofurgrúppa dubstep tónlistarinnar? - 23.09.2010

Magnetic Man er samvinnuverkefni dubstep stjarnanna Skream, Benga og Artwork og hefur verkefni þetta verið titlað fyrsta ofurgrúppa dubstep heimsins. Þeir félagar hafa þekkst í tæpan áratug en hófu fyrir nokkrum árum saman tónsmíðar undir Magnetic Man nafninu. Féll tónlistin í góðan jarðveg og eftir handfylli af útgáfum skrifuðu þremenningarnir undir samning við Columbia útgáfurisann. Í næsta mánuði er svo afrakstur samstarfsins væntanlegur í verslanir en fyrsta breiðskífa þeirra, "Magnetic Man",  kemur út þann 11. október næstkomandi.

Fyrr í sumar sendi Magnetic Man frá sér smáskífuna "I Need Air" sem gerði góða hluti á breska vinsældarlistanum og önnur smáskífan "Perfect Stranger" þar sem söngkonan Katy B ljáir Magnetic Man rödd sína er væntanleg á næstu dögum. Breiðskífunni verður svo fylgt úr hlaði með umfangsmiklu tónleikaferðalagi en mikið ku vera lagt í umgjörð og útlit tónlistarflutning Magnetic Man.


Deila með vinum:0 hefur röflað

    Þú þarft að vera innskráður til að geta röflað!

    Póstlisti


    Breakbeat.is
    Podcast