Genotype snýr aftur, breiðskífa væntanleg á Exit - 01.10.2010

Þeir sem eru eldri en tvævetur í drum & bass heiminum muna eflaust eftir listamanninum Genotype sem í lok tíunda áratugarins gerði garðinn frægan með smellum á Renegade Hardware, Moving Shadow, Trouble on Vinyl og Reinforced. Eftir langa pásu hóf Genotype tónsmíðar fyrir skemmstu og hefur nú sett saman breiðskífu fyrir Exit útgáfu dBridge. Skífan ku vera undir döbb áhrifum og byggja mikið á ásláttarhljóðfærum ýmis konar, hefur hún hlotið nafnið "Ritual Dance".

Þó nokkuð er um samstarfsverkefni á skífunni og koma þar Loxy, Raiden, Manifest og Dubphizix meðal annars við sögu. Auk breiðskífunnar eru tónar frá Genotype væntanlegir á útgáfum á borð við Voodoo, Offkey og Cylon og segist Genotype vera kominn til þess að vera í þetta skiptið.


Deila með vinum:0 hefur röflað

    Þú þarft að vera innskráður til að geta röflað!

    Póstlisti


    Breakbeat.is
    Podcast