Nýr Breakbeat.is vefur - 28.05.2009

Verið velkomin á nýjan og glæsilegan vef Breakbeat.is. Eins og mörgum er eflaust kunnugt var fyrri vefur Breakbeat.is kominn til ára sinna og hnökrar komnir á virkni hans. Þessi nýja síða leysir hina eldri af hólmi og mun vonandi hleypa aukinni virkni í notendahóp Breakbeat.is. Vefurinn er hannaður af Ragnari Frey Pálssyni en Jakob Árni Ísleifsson sá um uppsetningu hans. Breakbeat.is vil þakka þeim kærlega fyrir alla hjálpina og óeigingjarnt starf.

Aðstandendur Breakbeat.is munu á næstu dögum og vikum færa eldra efni yfir á vefinn og þegar fram líða stundir mun virkni vefsins einnig verða fjölbreyttari. Vinsamlegast komið  bendingum og spurningum á framfæri á spjallborði Breakbeat.is, Kjaftæðinu, eða á info@breakbeat.is


Deila með vinum:0 hefur röflað

    Þú þarft að vera innskráður til að geta röflað!

    Póstlisti


    Breakbeat.is
    Podcast