Sjöunda breiðskífa Calibre komin í verslanir - 17.11.2010

Írinn Dominick Martin, e.þ.s. Calibre, er sennilega einhver afkastamesti tónlistarmaður senunnar og nú í vikunni kom sjöunda breiðskífa kappans í verslanir. Sú hefur hlotið nafnið "Even If..." og á henni er Calibre aftur kominn í drum & bass gír að mestu eftir að hafa mátað sig við ýmsar stefnur og strauma á plötunni "Shine a Light" og með smáskífum fyrir útgáfur á borð við Deep Medi. Að sögn Calibre gegna raddir stóru hlutverki á skífunni og er það aðallega hann sjálfur sem að syngur.

Platan inniheldur 20 lög en form hennar er nokkuð óhefðbundið þar sem platan kemur í verslanir í formi 3x12" og geisladisks í einum pakka, ekki verður hægt að kaupa vínylinn eða geisladiskinn stakan en einstök lög verða fáanleg í stafrænu niðurhali. "Even If..." kom út 15. nóvember á Signature útgáfu Calibre og er fáanleg í öllum betri plötuverslunum.


Deila með vinum:


0 hefur röflað

    Þú þarft að vera innskráður til að geta röflað!

    Póstlisti


    Breakbeat.is
    Podcast