Mósaík frá D-Bridge og félögum á Exit - 26.11.2010

Íslandsvinurinn D-Bridge hefur sett saman safnskífuna "Mosaic - Volume 1" sem kemur út á næstunni undir merkjum Exit útgáfunnar. Tónlistin á "Mosaic" er í anda D-Bridge og Exit og heldur sig á tilraunakenndari naumhyggju nótum. Skífan inniheldur lög frá gömlum kempum og hæfileikaríkum nýliðum í bland, má þar nefna menn á borð við Scuba, Distance, Commix, Instra:mental, Genotype, ASC og Skream að D-Bridge sjálfum ógleymdum.

"Mosaic - Volume 1" verður fáanleg á tvöföldum geisladisk, í stafrænu niðurhali og á fjórföldum vínyl pakka ásamt tveim 10" smáskífum. Útgáfudagur hefur ekki verið tilkynntur en er skífan væntanleg á næstu vikum eða mánuðum. D-Bridge stofnaði Exit útgáfuna árið 2003 og undanfarinn misseri hefur hann þar meðal annars gefið út breiðskífur frá Survival, Consequence og Genotype auk fjölda smáskífna.


Deila með vinum:0 hefur röflað

    Þú þarft að vera innskráður til að geta röflað!

    Póstlisti


    Breakbeat.is
    Podcast