Marky setur saman FabricLive 55 - 09.12.2010

Safndiskaserían Fabric Live er gefin út af ofurklúbbnum Fabric í London og er helguð breakbeat, dubstep, jungle og hip hop tónum. Næsti hluti seríunnar, sá 55. í röðinni, er væntanlegur í upphafi næsta árs og verður það brasilíski plötusnúðurinn Marky sem að setur herlegheitin saman. Áður hafa menn á borð  Grooverider, Andy C, Marcus Intalex, Commix, D-Bridge og Instra:mental séð um drum & bass innleggin í þessarari virtu seríu en af öðrum snúðum sem hafa smellt í Fabric Live disk má nefna A-Trak, John Peel, Scratch Perverts, Diplo og Caspa & Rusko.

Syrpa Marky inniheldur smelli úr samtímanum en að sögn hans er áherslan ekki lögð eingöngu á partýmúsík heldur á uppbyggingu og stemningu. Meðal listamanna sem koma við sögu má nefna S.P.Y., Lynx, Klute, Calibre, Icicle, Skream og Marcus Intalex. "FabricLive 55: DJ Marky" er væntanleg í verslanir í janúar.


Deila með vinum:0 hefur röflað

    Þú þarft að vera innskráður til að geta röflað!

    Póstlisti


    Breakbeat.is
    Podcast