Öflugt 2011 hjá Hyperdub - 08.01.2011

Hyperdub útgáfa Kode9 hefur verið ein sú öflugasta í bransanum undanfarinn misseri og á því verður lítil breyting í bráð af fréttum af væntanlegum útgáfum af dæma. Tveir nýliðar á Hyperdub, Morgan Zarate og Funkystepz, starta árinu með sitthvori útgáfunni.

Morgan Zarate ríður á vaðið með "Hookid"" EP sem er væntanlegur í verslanir 24. janúar. Zarate er sennilega þekktastur fyrir að vera hluti af r&b/hip hop grúppunni Spacek en hann hefur undanfarið starfað einn síns liðs og mun "Hookid" gefa forsmekkinn af breiðskífu hans sem er væntanleg á árinu hjá Hyperdub. Funkystepz er hópur pródúsenta frá Lundúnaborg sem vinna í uk funky tónlistinni, Hyperdub 12" þeirra mun innihalda lögin "Fuller" og "Hurricane Riddim" og er væntanleg í febrúar.

Með vorinu, nánar tiltekið í apríl, er svo von á annari breiðskífu Kode9 og Spaceape (mynd). Hefur skífan hlotið nafnið "Black Sun" og er að sögn Kode9 ansi ólík fyrstu skífu þeirra "Memories of the Future" sem kom út árið 2007. Inniheldur skífan m.a. samvinnuverkefni með Cha Cha og Flying Lotus. 


Deila með vinum:



0 hefur röflað

    Þú þarft að vera innskráður til að geta röflað!

    Póstlisti


    Breakbeat.is
    Podcast