Marcus Intalex með 21 - 08.02.2011

Íslandsvinurinn Marcus Intalex er eitt af stærri nöfnunum í drum & bass heiminum, þessi kappi hefur verið lengi að en þó er það fyrst nú árið 2011 sem hann sendir frá sér sér sína fyrstu breiðskífu. Hefur gripurinn hlotið nafnið "21" sem mun vera tilvísun í lengd ferils Marcus Intalex í árum. Mun breiðskífan innihalda raftónlist af ýmsum gerðum, byggir hún á fjölbreyttum ferli Marcus Intalex og inniheldur m.a. samvinnuverkefni með Calibre, S.P.Y., Lynx, Fierce og MC DRS.

Marcus gefur "21" sjálfur út á útgáfu sinni Soul:R. Smáskífa með lögunum "Steady" og "Triband" sem samið er með S.P.Y. mun gefa forsmekkinn af því sem koma skal og er hún væntanleg í verslanir þann 7. mars næstkomandi. Breiðskífan sjálf kemur svo út á geisladisk, plötu og stafrænu niðurhali um miðjan apríl.


Deila með vinum:



0 hefur röflað

    Þú þarft að vera innskráður til að geta röflað!

    Póstlisti


    Breakbeat.is
    Podcast