Instra:mental senda frá sér "Resolution 653" - 21.02.2011

Instra:mental tvíeykið, sem er skipað þeim Alex Green og Damon Kirkham, hefur heldur betur látið til sín taka í drum & bass og dubstep heiminum undanfarin misseri. Tónar þeirra hafa komið út á útgáfum á borð við Exit, Apple Pips og Nonplus+ og hafa vakið athygli innan og utan senunnar. Nú hafa þeir félagar lokið við sína fyrstu beiðskífu og hefur hún hlotið nafnið "Resolution 653". Skífa þessi kemur út á Nonplus+ útgáfu þeirra félaga í apríl og verður fáanleg á þreföldum vínyl pakka, á geisladisk og í stafrænu niðurhali.

Instra:mental eru ekki við eina fjölina felldir þegar kemur að tónlistarstefnum, mun "Resolution 653" innihalda lög undir áhrifum frá dubstep, deep house, juke og acid geirunum og spanna bilið frá 110-135 bpm. Hafa þeir félagar sagt skilið við drum & bass tónlistina a.m.k. í bili, segjast þeir hafa sagt allt sem þeir hafa að segja innan þess geira.


Deila með vinum:0 hefur röflað

    Þú þarft að vera innskráður til að geta röflað!

    Póstlisti


    Breakbeat.is
    Podcast