Hessle Audio með nýja safnskífu - 09.04.2011

Hessle Audio útgáfan, sem er í eigu Ben UFO, Pangaea og Pearson Sound (e.þ.s. Ramadanman), sendir í maí mánuði frá sér safnskífuna "116 & Rising". Þremenningarnir standa að tónlistarvalinu á skífunni sem inniheldur lög frá góðkunningjum Hessle á borð við James Blake, Peverelist, Untold, Cosmin TRG, Blawan og Joe auk þess sem Pangaea og Pearson Sound sjálfir koma við sögu. Þá má á skífunni finna lög frá Hessle nýliðunum Addison Groove, Randomer og D1.

Á vínyl útgáfu skífunnar, sem samanstendur af þrem tólf tommum, verður að finna 12 ný lög en geisladiskurinn verður tvöfaldur og mun einnig innihalda áður útgefið efni Hessle Audio. Eins og segir hér að ofan er "116 & Rising" væntanleg í maí og verður hún fáanleg í öllum betri plötubúðum.


Deila með vinum:


1 hefur röflað

  1. Árni röflaði þetta
    Eðall, bagged
    þann 11.05.2011 klukkan 02:15

Þú þarft að vera innskráður til að geta röflað!

Póstlisti


Breakbeat.is
Podcast