Draugagangur hjá Martyn - 14.08.2011

Íslandsvinurinn Martyn mun í haust senda frá sér aðra breiðskífu sína, hefur gripurinn hlotið nafnið "Ghost People" og mun koma út á Brainfeeder útgáfu Flying Lotus og félaga. Nú á dögunum kom út smáskífa með lögunum "Masks" og "Viper" sem ku gefa tóninn fyrir það sem koma skal. "Ghost People" er svo væntanleg með haustinu, nánar tiltekið í október, og verður fáanleg á stafrænu formi og á vínyl.

Fyrsta breiðskífa Martyn, "Great Lengths", kom út árið 2009 á 3024 útgáfu Martyn og fékk góðar viðtökur um víða veröld. Eftir að hafa leikið saman á klúbbakvöldum og hátíðum og endurhljóðblandað lög eftir hvorn annan tókst upp vinskapur með Martyn og Flying Lotus og bauðst sá síðarnefndi til að gefa út tónlist Martyns. Brainfeeder er fjölbreytt útgáfa en þar hafa áður komið út skífur frá Samiyam, MattewDavid, Daedelus, og Teebs að Flying Lotus sjálfum ógleymdum.

Martyn hefur þó ekki látið 3024 útgáfu sína sitja á hakanum, þar hafa undanfarna mánuði komið út skífur frá Jon Convex, Addison Groove og Julio Bashmore og framundan eru útgáfur frá Instra:mental og Mosca.


Deila með vinum:


0 hefur röflað

    Þú þarft að vera innskráður til að geta röflað!

    Póstlisti


    Breakbeat.is
    Podcast