Silkie kannar borgarmörkin á Deep Medi - 09.06.2009

Tónlistarmaðurinn Silkie hefur á undanförnum mánuðum vakið mikla athygli fyrir tónsmíðar sínar í dubstep geiranum og spilaði m.a. í hinum margfræga Generation Bass þætti Mary Anne Hobbs. Þessi hæfileikaríki piltur hefur gefið út skífur hjá útgáfum á borð við Soul Jazz, Disfigured Dubz og Deep Medi en undir merkjum hins síðastnefnda nú er væntanleg í verslanir fyrsta breiðskífa Silkie sem hefur hlotið nafnið “City Limits Vol. 1”.

 

Þetta mun vera fyrsta breiðskífan á Deep Medi útgáfunni sem hingað til hefur einbeitt sér að tólf tommum en útgáfan er í eigu íslandsvinarins Mala. “City Limits Vol. 1” mun koma út í formi 3x12” og á cd en auk þess verður gefin út tólf tomma í afar takmörkuðu upplagi sem inniheldur lögin “Purple Love”.

 

Hlekkir:

Silkie

Deep Medi


Deila með vinum:0 hefur röflað

    Þú þarft að vera innskráður til að geta röflað!

    Póstlisti


    Breakbeat.is
    Podcast