Radiohead remixaðir - 21.08.2011

Tilraunakenndu rokkarnir í Radiohead hafa lengi gælt við raf- og danstónlist í tónsmíðum sínum og verið undir áhrifum frá straumum og stefnum úr ólíklegustu áttum. Nú í haust  mun kvintettinn knái senda frá sér endurhljóðblandaða útgáfu af síðustu breiðskífu sinni, "The King of Limbs", undir nafninu "TKOL RMX 1234567". Á plötunni koma ýmsir góðkunningjar Breakbeat.is við sögu, má þar nefna Pearson Sound, Shed, Illumsphere, Harmonic 313 og Flying Lotus.

Endurhljóðblandanirnar eru eins mismunandi og þær eru margar, tekur hver listamaður viðfangsefnið sínum höndum og gætir ýmissa grasa hvað varðar stefnur, hraða og útfærslur. Lagið "Bloom" virðist hafa verið í uppáhaldi hjá remixerunum en það er að finna í alls 5 útgáfum á skífunni. Nú þegar hafa mörg þessara laga ratað í verslanir á vínyl og mp3 formi en heildar pakkinn er sem áður segir væntanlegur í haust, nánar tiltekið í október.


Deila með vinum:

Versla tónlist frá Radiohead::
Mp3 á Junodownload.com
Plötur á Juno.co.uk

0 hefur röflað

    Þú þarft að vera innskráður til að geta röflað!

    Póstlisti


    Breakbeat.is
    Podcast