Stóri Hvellur Dom & Roland - 30.08.2011

Íslandsvinurinn Dom & Roland hefur lokið við nýja breiðskífu og er hún væntanleg á útgáfu Dom, Dom & Roland Productions, í byrjun september. Skífan hefur hlotið nafnið "The Big Bang" og er hún sjötta stóra platan úr herbúðum Dom.

Dom, eða Dominic Angus eins og kappinn heitir fullu nafni, segir á vefsíðu sinni að "The Big Bang" sé meira sólóverkefni heldur en síðustu skífur hans og innihaldi lög sem honum hafi fundist virka betur sem ein heild en sem stakar smáskífur. Af tónbrotum að dæma er skífan á dimmum og drungalegum en jafnframt dansvænum nótum eins og maður hefur átt að venjast frá Dom.

Smáskífa með lögunum "Flux" og "2097" gefur forsmekkinn af því sem koma skal og er fáanleg í öllum betri plötuverslum. "The Big Bang" er svo, líkt og áður segir, væntanleg í verslanir í september.


"The Big Bang" tóndæmi:
Big Bang LP 2011 by domandroland


Deila með vinum:

Versla tónlist frá Dom & Roland:
Mp3 á Junodownload.com
Plötur á Juno.co.uk

0 hefur röflað

    Þú þarft að vera innskráður til að geta röflað!

    Póstlisti


    Breakbeat.is
    Podcast