Scuba með DJ-Kicks disk - 13.09.2011

Þýska útgáfan !K7 stendur á bakvið safnskífuseríuna DJ-Kicks sem er ein sú virtasta sinnar tegundar í bransanum. Hafa plötusnúðar á borð við Kode9, Kemiztry & Storm, Daddy G, Four Tet og Carl Craig sett saman syrpur undir DJ-Kicks nafninu. Nú í haust bætist breski techno-dubstepparinn Scuba í þann hóp en hann setti saman DJ-Kicks disk sem er væntanlegur í verslanir í október.

Scuba, sem heitir réttu nafni Paul Rose, er eigandi Hotflush útgáfunnar auk þess sem hann heldur úti hinum víðfrægu Sub:stance kvöldum á hinum goðsagnakennda næturklúbbi Berghain. Í fréttatilkynningu frá !K7 segir að syrpa Scuba feti á milli bassatónlistar Bretlandseyja og techno hljóðheimsins sem umvefur allt í Berlín, núverandi heimaborg Scuba. Af listamönnum sem eiga lag á disknum má nefna DBridge, Peverelist, Boddika, Marcel Dettman, Sepalcure og Addison Groove, að ógleymdum Scuba sjálfum. !K7 hefur ekki staðfest útgáfuform skífunnar en ef haldið verður í DJ-Kicks hefðina má búast við syrpunni á stafrænu niðurhali og á geisladisk auk þess sem valin lög munu rata á vínyl þegar líða tekur á október mánuð.


Deila með vinum:


0 hefur röflað

    Þú þarft að vera innskráður til að geta röflað!

    Póstlisti


    Breakbeat.is
    Podcast