Margt í gangi hjá Planet Mu - 16.06.2009

Planet Mu útgáfan sem er í eigu Mike Paradinas hefur í mörg horn að líta þessa dagana enda með marga frábæra listamenn á sínum snærum. Nú á dögunum komu út breiðskífur frá Shitmat og Boxcutter undir merkjum Planet Mu manna og um miðjan júní er von á nýjum breiðskífum frá græm/dubstepparanum Milanese og New York nýliðanum Falty DL.

Þá er urmull nýrra og væntanlegra smáskífna á Planet Mu frá mönnum á borð við Pinch, Gemmy, Jamie Vexd Floating Points, Brackles og fleirum. Á næstunni má svo búast við nánari fréttum af Planet Mu safnskífu sem mun innihalda lög frá listamönnunum Mark Pritchard, Rustie, Mike Slott, Hudson Mohawke og Darkstar svo einhverjir séu nefndir. Það stefnir því í afkastamikið ár hjá þessari fjölbreytu og flottu útgáfu.


Deila með vinum:0 hefur röflað

    Þú þarft að vera innskráður til að geta röflað!

    Póstlisti


    Breakbeat.is
    Podcast