Prófíll #1 :: Dj Kalli - 06.12.2002

Samfara nýjum lið hér á Breakbeat.is þar sem plötusnúðum landsins er gert kleift að koma syrpum sínum á framfæri munu birtast hér á síðunni prófílar um viðkomandi plötusnúð. Fyrsti svefnherbergissnúðurinn sem tekin er fyrir er Kalli og er hér að finna prófílinn hans.

Hvernig / hvenær byrjaðir þú að dja?
Fékk fyrst áhuga drum and bass seint á árinu 1997, hlustaði á skýjum ofar og keypti mér diska, 98 byrjaði ég svo að kaupa plötur og æfa mig í að mixa með plötuspilara frá ömmu minni, geislaspilara og lélegan gemini mixer. Hef haldið áfram að kaupa plötur og aðeins bætt tækjakostin síðan þá.

Fyrsta plata sem þú keyptir?
Fyrsta vínyl platan mín er “Blow your headphones” með Herbaliser en fyrst drum and bass skífan var “Timeframe / Chained on 2 sides” með Dom & Roland.

Síðasta plata sem þú keyptir?
“Clown / Lion” með Digital á Timeless, Soulution vol. 1, og Peshay remixið af “Sock it to me”, minnir mig.

Er einhver plata sem fer aldrei úr töskunni / kassanum þínum?
Ekki það að kassinn hafi verið í mikilli notkun hingað til, en “Alien girl” með Ed Rush, Optical & Fierce og “how you make me feel” með Marcus Intalex & St. Files hafa verið í spilun hjá mér reglulega síðan ég fékk þær.

Hvar verslarðu plötur?
Þrumunni og svo á netinu, Red Eye og Chemical.

Hefurðu spilað einhversstaðar?
Í nokkrum minni einpartýum og minni samkomum á vegum skólans míns þá oft b2b með Lella. Ekki má heldur gleyma mögnuðum syrpum á diskótekum í grunnskóla, Kópavogsskóli reprazenting drum and bass.

Uppáhalds listamaður?
Alltof margir í rauninni. Optical stendur alltaf fyrir sínu, Sonic og Silver hafa verið að koma sterkir inn og High Contrast einnig. Svo upp á síðkastið hef ég mikið verið að fíla Calibre, mikið af dóti frá honum á leiðinni sem mér finnst ótrúlega gott,

Uppáhalds útgáfufyritæki?
Aftur er úr mörgum að velja, en Virus stendur fyrir sínu, Hospital góðir og Soul:R að fara vel af stað. Metalheadz á líka mikin fjölda góðra laga.

Uppáhalds DJar?
Hérna á Íslandi verð ég að segja að Reynir beri höfuð og herðar yfir flesta, hvað varðar tækni og hæfileika, ekki alltaf 100% ánægður með lagavalið en klárlega besti Dj á Íslandi að mínu mati. Úti er það svo Andy C held ég, hann er ótrúlega þéttur og með góðan plötukassa, svo er alltaf gaman að hlusta og horfa á Marky & Patife, góðir djar sem hafa sýnilega gaman af því að spila.

Topp tíu listi:
1. )EIB( - Torpedoes [B.C]
2. MAW - In love (Carlito remix) [White]
3. D-Kay – Quiet Earth [Renegade]
4. Jonny L – Syncrhonise [Metalheadz]
5. Roni Size – Sound Advice [Full Cycle]
6. Danny C – The Mexican [Portica]
7. MIST feat. Jenna G – Lover [Soul:R]
8. Klute - Part of me [Hospital]
9. Blue Sonix – This feeling (High Contrast remix) [Phuturistic Bluez]
10. Fresh & Fierce – Innocence [Quarantine]

Lýstu mixinu þínu?
Það byrjar á mýkri tónum keyrist svo smám saman up og fer aftur niður í lokin, stutt og laggott. Annars hef ég meira verið að fíla liquid funk hlið drum and bass senunar upp á síðkastið, harðneskjan alltaf að víkja. Reyni að halda mixunum smooth og flæðandi, ekki mikið að cutta með fadernum, stundum leyfi ég mixunum að lifa of lengi. Lýsir annars vel hvar ég stend og hvað ég er að spila held ég bara.

Hægt er að hlusta á syrpuna hér

tracklisti:
01. Agent Black - Feel Good [Ebony]
02. Special Forces - What I Need [Photek Productions]
03. D-Kay - Quiet Earth [Renegade]
04. Danny C - The Mexican [Portica]
05. Marky & XRS - LK (MIST Remix) [V]
06. MAW - In love (Carlito remix) [White]
07. Dj Marky & XRS - Closer [Soul:R]
08. Moving Fusion - Starsign [Ram]
09. Artfull Dodger - Ruffneck Sound (Dillinja Remix)
10. Brockie & Ed Solo - Reprasents [Undiluted]
11. Calyx - Fusion [V Recordings]
12. Adam F feat. MOP - Stand Clear (Unknown Orgin Remix) [Kaos]
13. Dillinja - Thugged Out Bitch [Valve]
14. Total Science - Squash [Advance]
15. DJ Die - Drop Bear [Full Cycle]
16. Klute - Part of Me [Hospital]


Deila með vinum:0 hefur röflað

    Þú þarft að vera innskráður til að geta röflað!

    Póstlisti


    Breakbeat.is
    Podcast