Breakbeat.is topp tíu listi apríl mánaðar 2012 - 13.05.2012

Topp tíu listi Breakbeat.is fyrir apríl mánuð var kynntur í útvarpsþætti Breakbeat.is um daginn. Listar þessir eru teknir saman af plötusnúðum Breakbeat.is mánaðarlega og samanstanda af því markverðasta í taktabrotstónlistinni hverju sinni.

Safnskífan “Tectonic Plates vol 3” tók toppsætið en skífan sú inniheldur lög frá listamönnum á borð við Pinch, Kryptic Minds, 2562 og Om Unit svo fáeinir séu nefndir. Í næstu sæti röðuðu sér svo valdar skífur frá listamönnum á borð við Sabre, Stray & Halogenix, Dream Continuum, Gremino og Marcus Intalex.

Breakbeat.is Topp 10 listi apríl mánaðar 2012
01. Ýmsir - Tectonic Plates vol 3 (Tectonic)
02. Sabre, Stray & Halogenix - Oblique feat. Frank Carter (Critical)
03. Clarity - Parallels (Horizons)
04. Dream Continuum - Set it (Planet Mu)
05. Traxman - Da Mind Of Traxman (Planet Mu)
06. Gremino - Lush (Fade To Mind)
07. Marcus Intalex - Sell your soul (Soul:r)
08. Lynx - March Of The Living (Samurai Red Seal)
09. Martyn - Bauplan (L-Vis 1900 & Bok Bok remix) (Brainfeeder)
10. L-Vis 1990 - Girl Clap (Night Slugs)

Hægt er að hlusta á upptökur af útvarpsþætti Breakbeat.is á tónasvæði okkar en einnig er hægt að hlusta á listann og versla hann í hliðrænu eða stafrænu formi á Juno.co.uk og Junodownload.com.


Deila með vinum:


0 hefur röflað

    Þú þarft að vera innskráður til að geta röflað!

    Póstlisti


    Breakbeat.is
    Podcast