Djammrýni: Breakbeat.is á 22 - 05.04.2000 - 08.04.2000

Miðvikudagskvöldið 5. apríl s.l. átti sér stað fjórða drum & bass-kvöldið á vegum Breakbeat.is. Sem fyrr var það haldið á efri hæð skemmtistaðarins 22 og stóð frá kl. 21-01.

Enn á ný voru það Addi, Eldar og Reynir sem þeyttu skífum auk Kristins sem var gestaplötusnúður kvöldsins. Hann hefur spilað áður á breakbeat-kvöldi og brást hann ekki frekar en fyrri daginn. Þarna er á ferðinni hæfileikaríkur gutti sem veit hvað fólkið vill. Auðvitað stóð crew-ið sig með sóma líka og sá um að halda vel utan um þetta allt saman. Leyfi ég mér að fullyrða að sjaldan hefur stemningin verið eins svakaleg á Tuttuguogtveimur og þetta umrædda kvöld. Fólkið fór að týnast inn um 11-leytið og um miðnætti var orðið algerlega fullt fyrir dyrum. Virðist hækkun aðgangseyris eftir kl.11 ekki hafa haft nein afgerandi áhrif á fólk, enda vita flestir þarna alveg hvað þeir eru að borga fyrir og við hverju er að búast; þ.e. 1.flokks skemmtun, rétt??


Svo rífandi var stemningin og svo rafmagnað var andrúmsloftið að jafnvel mátti sjá fólk tæta af sér fötin og dansa hálfnakið.. ahh, ókei... bert að ofan þá.... Ég hef bara eitt um það að segja:... kunnið ykkur hóf krakkar. Það er síður en svo við hæfi að rugla saman sólstrandafílingi Ibiza og hins vegar d&b-underground-fílingi Rvk-borgar.... sem er að verða allsvakalegur ef marka má ummæli erlendra plötusnúða og hve harðir Íslendingar eru að tjútta við þessa beisku breakbeat-tóna. En í sambandi við nekt og fatasmekk þá hefur hver sinn háttinn á því, þetta er bara mín skoðun.


Breakbeat-kvöldin hafa verið með því fyrirkomulagi að vera mánaðarlega og er ekkert nema gott um það að segja. Það gerir það kannski að verkum að enn fleiri sjái sér fært um að mæta en ef það væri hálfsmánaðarlega eins og Skýjum ofar-kvöldin voru. Þau voru yfirleitt vel sótt og það lítur út fyrir að breakbeat-kvöldin gefi þeim ekkert eftir hvað það varðar. Þið sem ekki mættuð seinast misstuð af góðu djammi og útrás frá helvíti. Nú er ekkert framundan nema prófin og af hverju ekki að kíkja á næsta djamm í byrjun maí.... annað hvort til að fá sér einn kaldan og hlýða á tormelta tóna í góðum fílingi eða einfaldlega upplifa "the final snap" rétt fyrir prófin... ja, svona í tilefni sumarsins.

-Gunnhildur J.-


Deila með vinum:



0 hefur röflað

    Þú þarft að vera innskráður til að geta röflað!

    Póstlisti


    Breakbeat.is
    Podcast