Djammrýni: Jafnvægi #7 á Sirkus - 26.04.2000 - 26.04.2000

Fimmtudagskvöldið 20. apríl mátti heyra drum 'n bass í bland við sæta jazztóna á Rauðvínsbarnum Sirkus á Klapparstíg. Þar voru á ferð hinn alræmdi dj Addi ásamt Daða úr hljómsveitinni Jagúar.
Þetta kvöld átti að vera eins konar prófraun og því valinn eins lítill staður og Sirkus er.

Óhætt er að segja að þarna hafi nú heldur betur tekist vel til og er þá ætlunin að endurtaka leikinn bráðlega og þá á stærri stað. Hef ég sjaldan fundið fyrir slíkri þörf til að einfaldlega sitja niðri í mínu sæti og virkilega hlusta á það sem fram fór í kringum mig. Ég segi nú ekki annað en að tónlistarlega séð fær þetta event fullt hús stiga. Daði var semsagt mættur með hljómborðið sitt ásamt fylgihlutum og tók öll helstu hljóðfæri fyrir á hljómborðinu sem hann lék sér svo með í bland við "ekki of harða drum&bass tónlist" sem Addi sá alfarið um. Þeir Addi og Daði höfðu víst ekkert æft sig saman fyrir kvöldið og því var þarna á ferðinni hreinn spuni sem tókst svona snilldarlega vel upp. Sérstaklega var ég hrifin af því þegar Daði notaði gítarsándið inn í eitt lagið og sáust þá nokkrir aðilar skima eftir gítarleikara sem enginn var að sjálfsögðu.


Nokkuð þröngt var um vik á staðnum og má það vera vegna þess hversu margir forvitnir litu inn án þess að fara fljótt aftur út eins og svo oft vill verða. Það var einfaldlega svo að þeir sem komu inn á annað borð héldu sig líka inni.

Þetta kvöld var mikil upplifun og hvatning fyrir mig þar sem ég er sjálf í jazzpíanónámi og ég vona svo sannarlega að svipaður atburður verður endurtekinn fljótlega. Þið ykkar sem finnst vanta svolítið krydd í djammlíf Rvk-borgar ættuð endilega að fylgjast með þessum dúett næstu vikurnar því von er á góðu.

G.J.


Deila með vinum:0 hefur röflað

    Þú þarft að vera innskráður til að geta röflað!

    Póstlisti


    Breakbeat.is
    Podcast