Djammrýni: Breakbeat.is á 22 - 03.05.2000 - 12.05.2000

Fimmta breakbeat-kvöldið í sinni röð fór fram miðvikudagskvöldið 3. maí. Þrátt fyrir að flestir voru byrjaðir í prófum voru það ansi margir sem ákvaðu að taka forskot á sæluna og leggja leið sína á tuttuguogtvo og var efri hæð staðarins orðin stöppuð áður en klukkan sló hálf tólf. Reynir hóf leikinn og rétt eftir 10 tók Eldar við. Harðneskjan réð ríkjum þetta kvöldið sem og önnur kvöld og gestaplötusnúður kvöldsins, Héðinn, hélt svo áfram í svipuðum dúr. Addi lauk svo kvöldinu og var stemningin orðin allveruleg hjá fólki þennan seinasta klukkutíma.


Þetta kvöld var ákaflega dæmigert gott kvöld. Stemningin var góð, músíkin góð, bjórinn góður, karlkynið ráðandi, sviti á veggjum og borðum og síðast en ekki síst hrein og snyrtileg klósett. Sumir þurftu að dvelja langdvölum þar eftir of marga bjóra og gátu þessir ónafngreindu aðilar varla orðum lýst yfir snyrtilegri umgengi á salernunum. Finnst mér rétt að minnast á þetta þar sem ekki nógu margir nýta sér klósettin. Burtséð frá því er búist við dúndurdjammi fyrsta miðvikudagskvöld júnímánaðar þegar millibilsástand skólans og sumarvinnunnar gengur í garð. Sjáumst þá. -Gunnhildur J.


Deila með vinum:0 hefur röflað

    Þú þarft að vera innskráður til að geta röflað!

    Póstlisti


    Breakbeat.is
    Podcast