Djammrýni: Breakbeat.is á Café 22, 5.júlí 2000 - 07.07.2000

Þetta miðvikudagskvöldið átti gamla góða skemmtanalögmál íslendinga vel við.

1. fólk týnist inn á staðinn klukkan að verða ellefu og fær sér sæti.
2. Fólk heldur áfram að streyma inn og verður að standa vegna þess að sætin eru full , en í stað þess að dansa ákveður fólkið frekar að vafra um staðinn eins og maurar.
3. Lýðurinn fer að dilla sér ótt og títt við dúndrandi tónana og horfir með löngunaraugum á dansgólfið, og á þá fáu hugrökku sem hafa þorað að sleppa fram af sér beislinu og farið að dansa.
4. Loksins þegar staðurinn er orðin útúrfullur og fólk getur ekki gert annað en að láta eðlishvöt sína taka völdin kemur það hlaupandi á dansgólfið og hinn alræmdi múgæsingur tekur við, sem endar jú ætið í algeru dans-algleymi.

Ég verð að segja að sjaldan hef ég upplífað eins góða stemningu á Breakbeat kvöldi líkt og núna 5.júlí, það var eins og að allir sameinuðust undir sama, fallega drum and bass hattinum og afgangur heimsins væri lokaður úti og allir voru ánægðir. Fastasnúðarnir Addi og Reynir, ásamt gestasnúðum kvöldsins , Dj Óla og Dj Platurn frá hinni frómu Ameríku , gáfu gestum staðarins heldur betur það sem að þeir vildu.


Skemmtunin hófst á fögrum tónum vinylsins úr plötutösku Adda sem runnu mjúklega í gegnum hljóðhimnur gestanna. Seinna tók Dj Óli svo við með sína góðu hljóma sem að mér finnst að mættu hljóma oftar á stöðum bæjarins, því var þetta sjaldgæft tækifæri til að sjá manninn meðhöndla vinylinn. En þvílík þruma úr heiðskíru lofti var Dj Platurn, hann spilaði alveg geysilega góð lög og er alveg hörkugóður plötusnúður líka. Ég bara spyr: hvaðan kom þessi ungi maður, og hvenær kemur hann aftur?

Reynir tók svo við á eftir undramanninum Platurn, og þá ætlaði barasta allt verða brjálað, þvílikt dansæði hef ég sjaldnast séð og fagnaðarópin og köllin komu úr hverju horni. Lýðurinn og stemmningin varð sveittari og sveittari og loks var troðningurinn og lætin og svo mikil að maður var farinn að koma óþarflega mikið við baksvita annars fólks sem þeyttist reglulega yfir gólfið. Ég hefði persónulega geta verið þarna yfir alla nóttina og allann næsta dag, og ég held að það sama hafi átt við flesta þarna inni, en allt gott verður að taka enda, og klukkan tíu mínutur yfir eitt var því miður lokað á fjörið. Þessi breakbeat.is gleði var ein sú allra allra besta sem ég hef farið á.......may the crazyness live for all eternity! 
-Anna G.-


Deila með vinum:



0 hefur röflað

    Þú þarft að vera innskráður til að geta röflað!

    Póstlisti


    Breakbeat.is
    Podcast