Ramadanman - Carla / Offal / Kablammo Eleven (Soul Jazz) - 30.10.2008

Ramadanman er tvímælalaust eitt fyndnasta listamannsnafnið í dubstep senunni, prófið bara að segja það hratt, Ramadanman. En listamaðurinn sjálfur er fær og tónlist hans hefur tekið miklum framförum undanfarið, er hann einn af ófáum upprennandi dubstep tónlistarmönnum sem vert er að hafa auga á. Hér er á ferðinni smáskífa frá kappanum á Soul Jazz útgáfunni sem hefur í auknu mæli verið að sinna dubstep geiranum en er sennilega þekktust fyrir endurútgáfur sínar á gamalli og fágætri tónlist.

Á a-hlið skífunnar er að finna lagið "Carla" og ljóst að hér er um að ræða söluvænsta lagið á plötunni og það sem sennilega ómar hvað oftast á dubstep kvöldum um víða veröld. Skemmtilegt sampl og synthalína rúlla þar saman og byggja ásamt flottum takti upp spennu og keyrslu. Að mínu mati er þó b-hlið skífunnar töluvert sterkari en fyrra lagið á þeirri hlið, "Offal" er ótrúlega töff roller sem hnýtir skemmtilega saman gamlan drum & bass anda og uk garage áhrif frá gullaldarárum þess geira. Einfalt en skemmtileg lag, vókal sampl sem kveður á um bassa leiðir okkur inn í steppy og skemmtilegar trommur og ótrúlegan bassa, síðar rúllar flottur bleep fílingur inn í lagið sem kryddar aðeins einfaldleikan. "Kablammo Eleven" er í raun á svipuðum nótum, þar er unnið úr arfi garage tónlistar í kringum óskiljanlegt radd sampl með djúpum og miklum bassa eins og dubstep tónlistinni einni er lagið. Skemmtileg smáskífa frá Ramadanman og Soul Jazz sem dubstep áhugafólk ætti ekki að láta fram hjá sér fara.

Karl Tryggvason – kalli[hjá]breakbeat.is


Deila með vinum:



0 hefur röflað

    Þú þarft að vera innskráður til að geta röflað!

    Póstlisti


    Breakbeat.is
    Podcast