Djammrýni: Agzilla & DJ Kontrol á Thomsen - 12.01.2000

  Kaffi Thomsen er í hörku uppsveiflu þessa daganna og greinilegt að það er aftur orðið skemmtilegt að mæta á drum & bass kvöld á staðnum. Það eru örugglega einhverjir sem lesa þetta sem muna eftir geysiöflugum drum & bass kvöldum á staðnum í upphafi síðasta árs og má þar nefna Bryan Gee og Klute á Virkni og DJ Die á Hjartslætti. Þegar Calyx kíktu í heimsókn október var líka helvíti gaman en síðan hefur leiðin legið niður á við á staðnum.


Aldamótadjamm Skýjum ofar, Hugarástands og DJK var vísbending um að betri tímar séu í vændum á staðnum og kvöldið með Kontrol og Agzilla var önnur vísbending um það. Það er búið að breyta heilmiklu í kjallara staðarins og gera hann mun dansvænni. Þetta kvöld var líka hluti af aldamótahljóðkerfinu enn á staðnum sem gerði það að verkum að bassinn skilaði sínu um allan kjallarann.


Grooverider okkar Íslendinga, Agzilla, var kannski ekkert allt of góður tæknilega séð, en spilaði góða tónlist og hélt fólki á gólfinu. Alltaf gaman að fá hann í heimsókn frá New York. DJ Kontrol átti náttúrulega kvöldið og verður að teljast með þeim betri sem sótt hafa landið heim undanfarið.
      Einn galli var þó á kvöldinu og það voru gaurarnir sem voru berir að ofan á dansgólfinu. Það þarf ekki nema einn svona hálvita til að stemningin drappist niður. Ég er kannski svolítið þröngsýnn að vera koma með einhver komment á hvernig fólk klæðist (eða af klæðist) á tjúttinu en það bara kjánalegt að sjá þetta á drum & bass skemmtun. Ef þú værir ber að ofan á Metalheadz, Movement eða Sverwe værirðu kýldur. Kannski var einhver miskilnungur á ferð og umræddir einstaklingar héldu að einhver PartyZone plötusnúður væri í búrinu, en annars vil ég helst vera laus við svitarakspýrablöndur þeirra á næsta dnb kvöldi.
                                                                                                                                                      -E.Á.-


Deila með vinum:0 hefur röflað

    Þú þarft að vera innskráður til að geta röflað!

    Póstlisti


    Breakbeat.is
    Podcast