Sjúk tónlist frá Hospital - 05.07.2009

Hospital gengið sendi nú nýverið frá sér nýja safnskífu sem ber heitið "Sick Music". Skífan inniheldur lög frá sjóuðum listamönnum Hospital á borð við London Elektricity, Cyantific og Toal Science en einnig koma þar við sögu nýliðar eins og Apex, Randomer og B-Complex svo fáeinir séu nefndir.

Eldri safnskífur Hospital s.s. "Outpatients", "Plastic Surgery" og "Weapons of Mass Creation" seríurnar hafa ávallt staðið fyrir sínu og virðist "Sick Music" vera verðugur arftaki. "Sick Music" kemur út á tvöföldum geisladisk og á fjórföldum vínyl pakka auk þess sem skífuna má versla á stafrænu formi á öllum helstu niðurhalsverslunum netsins.

Hlekkur

 


Deila með vinum:0 hefur röflað

    Þú þarft að vera innskráður til að geta röflað!

    Póstlisti


    Breakbeat.is
    Podcast