Breakbeat.is teymið - 09.07.2009

Félagið Breakbeat á Íslandi auglýsir eftir áhugasömum aðilum til að taka þátt í starfsemi Breakbeat.is. Við leitum að áhugasömum aðilum til þess að fást við eftirtalin verkefni:

  • Almenn frétta- og greinaskrif. Viðtöl, plötudóma og djammrýni
  • Ljósmyndun á viðburðum á vegum Breakbeat.is
  • Almenn skrif og umfjöllun um DJ-a, tónlistarmenn og danstónlistarmenningu almennt, íslenska sem erlenda.
  • Götu-teymi. Aðstoð við kynningu viðburða í raunheimum, dreyfing á veggspjöldum og flugumiðum.
  • Vef-teymi. Aðstoð við kynningu viðburða í vefheimum, upplýsingamiðlun á bloggum, spjallborðum og samfélagsvefjum.

Öll aðstoð er vel þegin þannig að ef þú hefur áhuga að taka að þér einstök verkefni (t.d. eitt viðtal eða eina grein) hafðu þá endilega samband. Breakbeat.is er rekið af hugsjón og því ekki greitt fyrir þessa vinnu en duglegir og metnaðarfullir aðilar geta átt von á sæti á gestalista Breakbeat.is auk annarra stórkostlegra fríðinda.

Ertu til í tuskið? Hafðu samband við Kalla í netfanginu kalli@breakbeat.is. Láttu smá upplýsingar um sjálfan þig og hvað þú vilt kljást við fylgja með.


Deila með vinum:



0 hefur röflað

    Þú þarft að vera innskráður til að geta röflað!

    Póstlisti


    Breakbeat.is
    Podcast