Villtir englar Mary Anne Hobbs - 19.07.2009

Útvarpskonan geðþekka Mary Anne Hobbs hefur sett saman sína þriðju safnskífu fyrir Planet Mu útgáfu Mike Paradinas og hefur skífan hlotið nafnið "Wild Angels". Mary Anne hefur með útvarpsþætti sínum á BBC Radio 1 kynnt tónlistaráhugafólki fyrir ógrynnunum öllum af merkilegri tónlist og tónlistarfólki og hefur hún áður staðið fyrir skífunum "Warrior Dubz" og "Evangeline". Líkt og í útvarpsþætti og plötusnúðasettum Mary Anne verður tónlistin á tilranakenndum dubstep og hip hop nótum og koma ófáar stórstjörnur við sögu á skífunni.

Meðal þeirra sem eiga lag á skífu þessari má nefna Hudson Mohawke, Untold, Mark Pritchard, Rustie og Starkey. "Wild Angels" kemur út á tvölföldum vínyl og á geisladisk í byrjun september.

Hlekkur


Deila með vinum:0 hefur röflað

    Þú þarft að vera innskráður til að geta röflað!

    Póstlisti


    Breakbeat.is
    Podcast