Íslenskur hönnuður í drum & bass geiranum - 25.07.2009

Siggeir Magnús Hafsteinsson, einnig þekktur sem Digital, hefur verið lengi í hönnunarbransanum og hefur til dæmis rekið eigin auglýsingastofu í tíu ár. Í fyrra hannaði hann meðal annars umslag plötunnar Sine Tempus frá meistara Goldie.

Geiri er hvergi nærri hættur að hanna fyrir drum & bass senuna, því nú hefur hann landað verkefnum fyrir hið stórgóða breska útgáfufyrirtæki Horizons Music. Plötuumslögin á næstu útgáfum frá Horizons eru öll hönnuð af Geira, en tónlistin er meðal annars í höndum kappa á borð við Loxy, Data, June Miller og Naibu.

Við hjá Breakbeat.is fögnum þessum fréttum og óskum Geira hjartanlega til hamingju með enn eina rósina í hnappagatið.

Hlekkur


Deila með vinum:



2 hafa röflað

  1. Leópold röflaði þetta
    Mjög flott framtak!
    þann 26.07.2009 klukkan 07:19
  2. Muted röflaði þetta
    Geiri is da man
    þann 26.07.2009 klukkan 10:03

Þú þarft að vera innskráður til að geta röflað!

Póstlisti


Breakbeat.is
Podcast