Breakbeat.is á Jacobsen fimmtudaginn 6. ágúst - 31.07.2009

Breakbeat.is kvöldin, langlífustu klúbbakvöld Reykjavíkurborgar, halda áfram að rúlla á skemmtistaðnum Jacobsen fyrsta fimmtudagskvöld hvers mánaðar. Fimmtudaginn 6. ágúst verða það fastasnúðar Breakbeat.is, Kalli og Ewok, auk gestasnúðsins Jonah K frá Kanada sem bjóða upp á bumbur, bassa og brotna takta fyrir gesti og gangandi. Að vanda er frítt inn en fyrstu gestum kvöldsins gefst tækifæri á að nálgast sérstakt Breakbeat.is kort sem veitir tilboð á Becks á Jacobsen og afslætti á viðburði á vegum Breakbeat.is auk annarra fríðinda.

Jonah K er tónlistarmaður og listamaður frá Toronto í Kanada og hefur hann gefið út´skífur hjá útgáfum á borð við Foundation og Hot Pie Records. Sem plötusnúður leikur Jonah techno, dubstep og drum & bass og hefur hann spilað víða um Norður-Ameríku og komið fram með nöfnum eins og Trace, Deadbeat og Akufen. Nánari upplýsingar um Jonah  má finna á
vefsíðu hans og á tóna svæði Breakbeat.is má nálgast tvær syrpur eftir kappann sem gefa forsmekkinn af því sem koma skal fimmtudaginn 6. ágúst.

Það er því heljarinar Breakbeat.is kvöld í uppsiglingu þann 6. ágúst næstkomandi. Fjörið hefst klukkan 21:00 og það er frítt inn.

Sjáumst á Jacobsen!


Deila með vinum:0 hefur röflað

    Þú þarft að vera innskráður til að geta röflað!

    Póstlisti


    Breakbeat.is
    Podcast