
Af hverju notist þið ekki við hefbundnari leiðir í þessari hópfjármögnun, eins og t.d. Kickstarter?
Kickstarter er öflugt hópfjáröflunartól og að mörgu leiti gott í verkefni af þessu tagi. Til þess að nota Kickstarter þarf þó að notast við erlendar greiðsluleiðir og eiga kredit kort. Breakbeat.is ákvað að fara sínar eigin leiðir í þessum málum og notumst við einfaldlega við gömlu góðu millifærsluna.