Breakbeat.is

Taktabrot: Veggspjöld, flugumiðar og annað prentefni úr starfi Breakbeat.is 2000-2012

Ný hópfjármögnuð bók, gefin út af Breakbeat.is

Blawan spilar í útgáfupartýi Taktabrots 24. mars 2012

Eins og áður hefur komið fram verður útgáfu partý bókarinnar Taktabrot haldið á skemmtistaðnum Faktorý 24. mars næstkomandi. Það verður enginn aukvisi sem að verður aðalnúmer útgáfufagnaðarins en listamaðurinn Blawan mun snúa skífum á Smiðjustígnum þetta kvöld. 

 
Blawan - Getting Me Down 

Blawan, sem heitir réttu nafni Jamie Roberts, kemur frá Bretlandi og hefur heldur betur látið til sín taka í danstónlistarheiminum undanfarinn ár. Eftir að hafa skotist fram á sjónarsviðið með tólf tommu á Hessle Audio útgáfunni stór góðu árið 2010 átti Blawan rosalegt ár í fyrra, hann gaf út hvern smellinn á fætur öðrum á útgáfum á borð við R&S og Clone, endurhljóðblandaði Radiohead og Pigeon og gerði góða hluti með plötusnúðasyrpum sínum. Lagið hans "Getting Me Down" gerði sérstaklega stóra hluti, toppaði til að mynda árslista vefritsins Resident Advisor og árslista Breakbeat.is


Blawan - What you do with what you have

Hljóðheimur Blawan er techno skotinn en undir áhrifum frá dubstep og annarri bassamúsík. Sem plötusnúður þykir kappinn æði fjölbreyttur og er þekktur fyrir að gera gott partý. Það er Breakbeat.is sannur heiður að þessi efnilegi listamaður leiki í útgáfupartýi Taktabrotsins.

Nánari upplýsingar um útgáfupartýið eru væntanlegar á næstu dögum og vikum en við minnum á að styrkir þú hópfjármögnunina um 5000 krónur ertu kominn með sæti á gestalista í þetta rosalega partý og auk þess búinn að næla þér í eintak af bókinni og kominn á lista styrktaraðila.

Útgáfupartý

Bók getur ekki talist til heimsbókmenntana nema henni sé tileinkað útgáfupartý. Í tilefni af útgáfu Taktabrots mun Breakbeat.is efla til klúbbakvölds og útgáfufagnaðar á skemmtistaðnum Faktorý laugardaginn 24. mars næstkomandi. 

Nánari upplýsingar um útgáfupartý þetta munu detta inn á vefinn á næstu dögum, fylgist vel með.