
Blawan spilar í útgáfupartýi Taktabrots 24. mars 2012
Eins og áður hefur komið fram verður útgáfu partý bókarinnar Taktabrot haldið á skemmtistaðnum Faktorý 24. mars næstkomandi. Það verður enginn aukvisi sem að verður aðalnúmer útgáfufagnaðarins en listamaðurinn Blawan mun snúa skífum á Smiðjustígnum þetta kvöld.
Blawan - Getting Me Down
Blawan - What you do with what you have
Nánari upplýsingar um útgáfupartýið eru væntanlegar á næstu dögum og vikum en við minnum á að styrkir þú hópfjármögnunina um 5000 krónur ertu kominn með sæti á gestalista í þetta rosalega partý og auk þess búinn að næla þér í eintak af bókinni og kominn á lista styrktaraðila.
Útgáfupartý
Bók getur ekki talist til heimsbókmenntana nema henni sé tileinkað útgáfupartý. Í tilefni af útgáfu Taktabrots mun Breakbeat.is efla til klúbbakvölds og útgáfufagnaðar á skemmtistaðnum Faktorý laugardaginn 24. mars næstkomandi.
Nánari upplýsingar um útgáfupartý þetta munu detta inn á vefinn á næstu dögum, fylgist vel með.