Breakbeat.is

Taktabrot: Veggspjöld, flugumiðar og annað prentefni úr starfi Breakbeat.is 2000-2012

Ný hópfjármögnuð bók, gefin út af Breakbeat.is

Af hverju þarf Breakbeat.is hópfjármögnun?

Maður skyldi kannski ætla að aðstandendur langlífustu klúbbakvölda á Íslandi ættu fúlgur fjár og gætu smellt út eins og einni bók. Sú er þó ekki rauninn, enda er félagið rekið af litlum efnum í frítíma aðstandenda. Tekjulindir félagsins eru fáar og útgjöldin þó nokkur (helvítis kreppan). Þess vegna ákváðum við að fara þessa leið.