Breakbeat.is

Taktabrot: Veggspjöld, flugumiðar og annað prentefni úr starfi Breakbeat.is 2000-2012

Ný hópfjármögnuð bók, gefin út af Breakbeat.is

Get ég treyst Breakbeat.is? Takið þið ekki bara peningin og stingið af til Tortóla eyja?

Eins og við höfum ákveðið að haga þessu verkefni þá verðum við hér að biðja fólk um að treysta okkur. Þó gætum við bent á 12 ára óslitna starfsögu Breakbeat.is (með kennitölu frá síðustu öld, sem er sjaldgæft í þessum bransa) og hvatt fólk til þess að fylgjast með öllu ferlinu hér en við munum reyna að hafa þetta sem gagnsæast. 

Fari eitthvað stórkostlega úrskeiðis og bókin komi ekki út, munum við að sjálfsögðu endurgreiða öllum styrktaraðilum.