Eru til fleiri íslensk hópfjármögnunarverkefni?
Já, þótt hópfjármögnun sé tiltölulega nýtt fyrirbæri hafa nokkrir íslenskir aðilar þegar nýtt það til góðra verka.
Þessir ungu herramenn gáfu til að mynda út herramennskukver með hópfjármögnun fyrir jól og tvær íslenskar stúlkur fjármögnuðu gerð
heimildarmyndarinnar Start Up Kids með þessu móti. Þykir okkur líklegt að íslenskum hópfjármögnunarverkefnum muni fjölga á næstunni enda sniðug fjármögnunarleið fyrir sniðugt fólk.