Hópfjármögnunin fer vel af stað
-
-
06.02.2012
Hópfjármögnun Breakbeat.is hefur farið frábærlega af stað, þegar þessi orð eru rituð eru liðnir rúmir 3 sólarhringar síðan vefurinn fór í loftið og hafa 28 aðilar styrkt verkefnið um 130.500 krónur samtals. Við þökkum öllum þessum 28 kærlega fyrir sitt framlag. Þá hafa ótal aðilar komið verkefninu á framfæri með einum eða öðrum hætti, kunnum við öllum sem hafa þannig lagt hönd á plóg einnig þakkir fyrir og biðjum ykkur jafnframt um halda áfram að linka á vefinn og myndbandið.
Er ætlunin að birta hér á fréttahluta síðunar tilkynningar tengdar verkefninu og tengd efni ýmis konar. Mælum við með að líta reglulega hér inn.