English Version

Breakbeat.is & Iceland Airwaves kynna: Ramadanman

fimmtudaginn 14.10.2010 @ Apótekið

Ramadanman (Hessle Audio, Soul Jazz | UK)
Ewok b2b Kalli (Breakbeat.is | IS)
Hypno (PTN, Haunted Audio | IS)
Muted (Alphacut, MJazz | IS)
Raychem (Offshore | IS)
Subminimal (Night Music | IS)

Apótekið
14.10.2010 | 20:00-01:00
Iceland Airwaves Armband veitir aðgang

Breakbeat.is
Icelandairwaves.is

Hitaðu upp fyrir kvöldið með Iceland Airwaves sérþætti Breakbeat.is.

Facebook Event


Breakbeat.is hefur frá upphafi unnið með Iceland Airwaves og staðið að árlegum klúbbakvöldum á hátíðinni. Undanfarin ár hafa kappar á borð við Lynx, Mala, Martyn, Doc Scott og High Contrast sótt landið heim undir þessum formerkjum og í ár verður það breski plötusnúðurinn og tónlistarmaðurinn Ramadanman sem leikur á Breakbeat.is kvöldi hátíðarinnar. Fara herlegheitin fram fimmtudaginn 14. október á Apótekinu.

Ramadanman er rísandi stjarna í dubstep heiminum. Ásamt félögum sínum Ben UFO og Pangaea á hann og rekur plötuútgáfuna Hessle Audio og einn síns liðs hefur hann gefið út tónlist hjá Soul Jazz, Apple Pips, Tempa, Swamp 81, Critical og Hemlock svo eitthvað sé nefnt. Í plötusnúðasettum sínum spannar Ramadanman vítt svið, fer frá dubstep og funky tónum yfir í grime, hip hop, house og aðra geira sem hleypa lífi í dansgólf um víða veröld. Nánari upplýsingar um Breakbeat.is klúbbakvöld Iceland Airwaves árið 2010 eru væntanlegar á næstunni svo fylgist vel með hér á vefnum.

Iceland Airwaves hátíðin fer í ár fram dagana 13.-17. október og er miðasala á hátíðina hafin á miði.is. Af öðrum spennandi erlendum listamönnum sem spila á hátíðinni þetta árið má nefna Mount Kimbie, Hercules & Love Affair, Moderat og James Blake auk þess sem rjóminn af íslensku tónlistarlífi stígur á stokk

Download mix

David 'Ramadanman' Kennedy hefur snúið skífum síðan hann var 14 ára, hann hóf ferilinn í deep house og hip hop tónlist en færði sig yfir í jungle þegar fram liðu stundir, en eftir að upplifa sett frá íslandsvininum Mala á FWD klúbbnum árið 2006 átti dubstep hug hans allan

Síðan þá hefur David gefið út fjölmargar skífur hjá virtum útgáfufyrirtækjum á borð við Soul Jazz, Tempa, Aus, Critical Music og Hessle Audio, útgáfuna sem hann á og rekur með Pangaea og Ben UFO. Ramadanman hefur einnig remixað listamenn á borð við Ragga Twins, Scuba, Beat Pharmacy, Howie B og SpectraSoul.

Tónar Ramadanman hafa verið í spilun hjá snúðum á borð við Ricardo Villalobos, Skream, Mr Scruff, Craig Richards, Francois K, Kode9, Mala, Distance, Mary Anne Hobbs, Rob da Bank, Gilles Peterson, Will Saul svo fáeinir séu nefndir

Þá er hann skipuleggjandi Ruffage klúbbakvöldana í Leeds og sér um útvarpsþátt á hinni goðsagnakenndu Rinse.fm. Sem Ramadanman hefur hann snúið skífum um víða veröld.

Myspace
Twitter


Nýjustu lög Hypno

Kári „Hypno„ Guðmundsson er ungur og efnilegur piltur úr Vesturbænum. Hann hefur verið stundað plötusnúninga og tónsmíðar frá 14 ára aldri og sleit barnskónum í hip hop tónlist áður en dansgeirar á borð við dubstep, house og uk funky fönguðu hug hans.

Tónlist hefur heillað Hypno allt hans líf en klassískir gítartímar komu honum á bragðið á unga aldri. Hrífandi bassaþungir tónar hans hafa undanfarið heyrst víða í Reykjavík og hefur hann spilað á Jacobsen, Prikinu og Kaffi Zimsen. Þá er vaxandi áhugi á tónsmíðum Hypno utan landsteinanna, nú þegar hefur hann gefið út eina 12„ á hinni virtu PTN útgáfu og plötusnúðar á borð við Gilles Peterson, Untold og Blackdown hafa spilað dáleiðandi tóna Hypno fyrir dansgólf um víða veröld


Myspace
SoundCloud
Twitter

Airwaves Prófíll


Fastasnúðar Breakbeat.is Kalli og Ewok spila bak í bak á þessu kvöldi, gestir Breakbeat.is ættu að kannast við kappana en tjekkið á syrpum frá þeim hér að neðan.

Kalli - Triangulate by kalli
Kalli
SoundCloud
Twitter
MixCloud

Accidentally made a mix-01 by Ewok



Ewok

Accidentally Made a Mix

Airwaves Prófíll


Nýjustu lög Muted

Muted er annað sjálf Bjarna Rafns Kjartanssonar, 22 ára kappi frá Egilsstöðum. Undanfarin ár hafa tónsmíðar verið stór hluti af lífi hans, drum & bass og dubstep tónar hans hafa fangað athygli erlendra spekúlanta og ratað í verslanir á vínyl og stafrænu formi.

Umhverfið og náttúran eru stór áhrifavaldur Muted en hljóðheimur samanstendur af djúpum töktum og draumkenndu andrúmslofti. Á sínum stutta ferli hefur Muted þegar fangað athygli plötusnúða og plötuútgáfna um víða veröld og eru tónar hans í þéttri spilun hjá stórum nöfnum á borð við Justice og Loxy

Myspace
SoundCloud
Facebook

Airwaves Prófíll

Airwaves Tease


Nýjustu lög Raychem

Raychem er tónlistarmaður sem eyðir meiri tíma í að hanna og byggja hljóðver sitt frekar en í raunverulegar tónsmíðar. Þrátt fyrir það má sjá birtingamynd tónlistar hans í hönnunni. Í fyrsta lagi tekur hann gæði fram yfir magn og setur einungis saman örfá stykki á ári, tóna og önnun. Í öðru lagi má sjá tilraunakennda og minimalíska fagurfræði hans í tónlist hans og smíði, það er þó að endingu spurning hvort smíðagripirnir vekji jafn mikla lukku á dansgólfinu og þéttir taktarnir, en látum það liggja milli mála.

Tónlistin er það sem máli skiptir hér. Eftir að hafa kynnst drum & bass tónlistinni frá vini sínum um miðjan tíunda áratugin hófu þeir félagar tónsmíðar með tveimur kassetutækjum, casio hljómborðum og hljóðnema. Eftir að fjárfest hafði verið í tölvu tóku þó trackerarnir við og árið 1998 urðu ákveðinn tímamót hjá þeim félögum er lag eftir þá náði á topplista hins goðsagnakennda útvarpsþáttar Skýjum Ofar.

Árið 1999, tók Raychem ásamt félögum sínum Heiðari, Skapta og söngkonunni Ágústu Evu þátt í Músíktilraunum með bandið Etanol, náðu þau þriðja sæti og léku á þó nokkrum tónleikum í kjölfarið.

Í seinni tíð hefur Raychem unnið í nýju efni í rólegheitum, lag hans „Time For What?„ rataði á Buried Treasure safnskífu New York útgáfunnar Offshore Recordings og lagið Sugarfree rataði á Subtle Audio labelið.

Raychem Live

Myspace
SoundCloud

Airwaves Prófíll


Nýjustu lög Subminimal

Subminimal hefur verið viðriðin raftónlistarsenuna í langan tíma en hefur þó ekki látið mikið á sér bera og velur að láta tónana tala sínu máli. Tónlist hans er fjölbreytt og nær frá idm og elektrónískum tónum yfir í dansvænni geira á borð við techno, dubstep og drum'n'bass.

Myspace
SoundCloud

Airwaves Prófíll

Breakbeat.is
Podcast