Hvað er hlaðvarp (podcast)?

Enska orðið podcast er nýyrðasmíð, það er sett saman úr orðunum pod (vísar til ipod) og broadcast, á íslensku hefur þetta verið kallað hlaðvarp sem að sama skapi er samsett úr því að hlaða (hlaða niður / hala niður) og varpa (útvarp, sjónvarp, netvarp). Í stuttu máli sagt er hlaðvarp leið til þess að miðla ýmis konar tölvuskrám til netnotenda í gegnum áskrift.

Tæknin virkar þannig að eigandi hlaðvarpsins býr til svokallað “feed” sem samanstendur af upplýsingum um hlaðvarpið auk einstakra færslna sem innihalda hlekki á efnið sem miðla á (hvort sem það eru myndbönd, útvarpsþættir eða önnur skjöl). Netverjar sem hafa áhuga á því að gerast áskrifendur að hlaðvarpinu taka slóðina á “feedið” og setja hana inn í þar til gert forrit sem athugar svo með reglulegu millibili hvort ný færsla og þar af leiðandi nýr hlaðvarpsþáttur hafi dottið inn. Þegar svo er nær forritið sjálfkrafa í nýja þætti, hleður þeim niður á harða diskinn og setur þá jafnvel á mp3 spilara sem eru tengdir tölvunni. Svo getur tölvueigandinn hlustað/horft á/lesið herlegheitin þegar honum hentar.

iTunes forritið frá Apple er sennilega langvinsælasta hlaðvarps forritið, ef þú ert með itunes uppsett á tölvunni geturðu líka einfaldlega prófað að smella hér til þess að gerast áskrifandi að hlaðvarpi Breakbeat.is. Það eru þó til mörg önnur forrit og vefþjónustur sem nýtast má við í sama tilgangi. t.d. bjóða Google Reader, Winamp, Juice og Doppler öll upp á hlaðvarpsáskrift svo fátt eitt sé nefnt. Prófið t.d. að leita að podcast client, podcast application eða öðru slíku á Google.

Slóðin á hlaðvarp Breakbeat.is er: http://feeds.feedburner.com/BreakbeatisPodcast

Önnur hlaðvörp
Fyrir þá sem vilja skoða önnur áhugaverð og breakbeat tengd hlaðvörp má benda á hlaðvörp frá  dnb arena, Get Darker og Boiler Room. Þá eru útgáfurnar Shogun Audio, Metalheadz og Hospital öll með skemmtilega þætti.

Hér heima má svo minnast á Podcast PZ manna. Einnig má finna hlaðvörp með nýju og gömlu efni á vef RÚV. Loks er vefur mbl með greinargóða samantekt á hlaðvörpum.

Deila með vinum:

Podcasting in Plain English from leelefever on Vimeo.

 

Póstlisti


Breakbeat.is
Podcast