Húllumhæ í herbúðum Hotflush - 23.03.2010

Breski dubstepparinn Scuba hefur ekki setið auðum höndum undanfarin misseri. Nýverið setti hann saman mixdisk fyrir dubstep klúbbinn Substance og á dögunum sendi hann frá sér sína aðra breiðskífu sem ber titilinn "Triangulation". Það var Scuba sjálfur sem gaf "Triangulation" út á útgáfu sinni Hotflush og er gripurinn fáanlegur á 3x12", geisladisk og stafrænu niðurhali.

Framundan á Hotflush er svo veglegur remix pakki frá Mount Kimbie tvíeykinu. Þar spreyta menn á borð við James Blake, FaltyDL, Instra:Mental og Scuba sjálfur sig á því að endurhljóðblanda lög Mount Kimbie. Nýjar tónsmíðar frá Mount Kimbie eru svo væntanlegar á næstunni en þeir félagar eru að sögn að leggja lokahönd á breiðskífu.


Deila með vinum:


0 hefur röflað

    Þú þarft að vera innskráður til að geta röflað!

    Póstlisti


    Breakbeat.is
    Podcast