Breakbeat.is @ Iceland Airwaves 2011fimmtudaginn 13.10.2011 @ Faktorý Ewok b2b Kalli (Breakbeat.is | IS) 13.10.2010 | 20:00-01:00 Iceland Airwaves Armband veitir aðgang Breakbeat.is Icelandairwaves.is Hitaðu upp fyrir kvöldið með Iceland Airwaves sérþætti Breakbeat.is Facebook viðburður |
Breakbeat.is hefur frá upphafi unnið með Iceland Airwaves og staðið að árlegum klúbbakvöldum á hátíðinni. Undanfarin ár hafa kappar á borð við Lynx, Ramadanman, Mala, Martyn, Doc Scott og High Contrast sótt landið heim undir þessum formerkjum. Í ár kemur flottur flokkur innlendra og erlendra listamanna fram á Breakbeat.is kvöldi hátíðarinnar. Fara herlegheitin fram fimmtudaginn 13. október á Faktorý.
Iceland Airwaves hátíðin fer í ár fram dagana 12.-16. október. Af öðrum spennandi erlendum listamönnum sem spila á hátíðinni þetta árið má nefna Hauschka, Sbtrkt, Tim Sweeney og James Murphy auk þess sem rjóminn af íslensku tónlistarlífi stígur á stokk
Magnitizdat by Kalli on Mixcloud |
Fastasnúðar Breakbeat.is Kalli og Ewok spila bak í bak á þessu kvöldi, gestir Breakbeat.is ættu að kannast við kappana en tjekkið á syrpum frá þeim hér að neðan. |
Ewok Soundcloud |
Nýjustu lög Muted |
Muted er annað sjálf Bjarna Rafns Kjartanssonar, 22 ára kappi frá Egilsstöðum. Undanfarin ár hafa tónsmíðar verið stór hluti af lífi hans, drum & bass og dubstep tónar hans hafa fangað athygli erlendra spekúlanta og ratað í verslanir á vínyl og stafrænu formi. Umhverfið og náttúran eru stór áhrifavaldur Muted en hljóðheimur hans samanstendur af djúpum töktum og draumkenndu andrúmslofti. Á sínum stutta ferli hefur Muted þegar fangað athygli plötusnúða og plötuútgáfna um víða veröld og eru tónar hans í þéttri spilun hjá stórum nöfnum á borð við Justice og Loxy |
Natasha Fox Bassface Mix by Natasha Fox |
Natasha Fox hóf dj feril sinn í Atlanta eftir að hafa fylgt raftónlist í ýmsum myndum um árabil. Samhliða uppgangi dubstep senunnar freistaðist Natasha til þess að láta til sín taka á spilurunum. Í heimaborg sinni hefur hún leikið með og lært af "Wobble House" viðburðarbatteríinu og spilað með listamönnum víðan að úr heiminum. |
Nýjustu lög Subminimal |
Subminimal hefur verið viðriðin raftónlistarsenuna í langan tíma en hefur þó ekki látið mikið á sér bera og velur að láta tónana tala sínu máli. Tónlist hans er fjölbreytt og nær frá idm og elektrónískum tónum yfir í dansvænni geira á borð við techno, dubstep og drum'n'bass. FacebookSoundCloud Airwaves Prófíll |
Nýjustu lög HaZaR |
HaZar er listamaður sem ber nafn með rentu. Í tónsmíðum hans er electro, thrillstep, punkstep og óskammfeilnum trance tónum blandað saman með skítugum bassalínum og 'next level' töktum. Glitchy vókölum, laglínum og tærri hamingju helt saman í stóra partý skál. Það er HaZaR! |