Breakbeat.is  @ Iceland Airwaves 2011

fimmtudaginn 13.10.2011 @ Faktorý

Ewok b2b Kalli (Breakbeat.is | IS)
Natasha Fox ( Wobble House | ATL US)
Subminimal (Hidden Hawaii, MJazz | IS)
Muted (Alphacut, MJazz | IS)
Hazar (IS)

Faktorý
13.10.2010 | 20:00-01:00
Iceland Airwaves Armband veitir aðgang

Breakbeat.is
Icelandairwaves.is

Hitaðu upp fyrir kvöldið með Iceland Airwaves sérþætti Breakbeat.is

Facebook viðburður


Breakbeat.is hefur frá upphafi unnið með Iceland Airwaves og staðið að árlegum klúbbakvöldum á hátíðinni. Undanfarin ár hafa kappar á borð við Lynx, Ramadanman, Mala, Martyn, Doc Scott og High Contrast sótt landið heim undir þessum formerkjum. Í ár kemur flottur flokkur innlendra og erlendra listamanna fram á Breakbeat.is kvöldi hátíðarinnar. Fara herlegheitin fram fimmtudaginn 13. október á Faktorý.

Iceland Airwaves hátíðin fer í ár fram dagana 12.-16. október. Af öðrum spennandi erlendum listamönnum sem spila á hátíðinni þetta árið má nefna Hauschka, Sbtrkt, Tim Sweeney og James Murphy auk þess sem rjóminn af íslensku tónlistarlífi stígur á stokk

Fastasnúðar Breakbeat.is Kalli og Ewok spila bak í bak á þessu kvöldi, gestir Breakbeat.is ættu að kannast við kappana en tjekkið á syrpum frá þeim hér að neðan.

Kalli

SoundCloud
Twitter
MixCloud

Accidentally made a mix-02 eftir Ewok



Ewok

Soundcloud


Nýjustu lög Muted

Muted er annað sjálf Bjarna Rafns Kjartanssonar, 22 ára kappi frá Egilsstöðum. Undanfarin ár hafa tónsmíðar verið stór hluti af lífi hans, drum & bass og dubstep tónar hans hafa fangað athygli erlendra spekúlanta og ratað í verslanir á vínyl og stafrænu formi.

Umhverfið og náttúran eru stór áhrifavaldur Muted en hljóðheimur hans samanstendur af djúpum töktum og draumkenndu andrúmslofti. Á sínum stutta ferli hefur Muted þegar fangað athygli plötusnúða og plötuútgáfna um víða veröld og eru tónar hans í þéttri spilun hjá stórum nöfnum á borð við Justice og Loxy

SoundCloud
Facebook

Airwaves Prófíll


Natasha Fox Bassface Mix by Natasha Fox

Natasha Fox hóf dj feril sinn í Atlanta eftir að hafa fylgt raftónlist í ýmsum myndum um árabil. Samhliða uppgangi dubstep senunnar freistaðist Natasha til þess að láta til sín taka á spilurunum. Í heimaborg sinni hefur hún leikið með og lært af "Wobble House" viðburðarbatteríinu og spilað með listamönnum víðan að úr heiminum.

Facebook
SoundCloud

Airwaves Prófíll


Nýjustu lög Subminimal

Subminimal hefur verið viðriðin raftónlistarsenuna í langan tíma en hefur þó ekki látið mikið á sér bera og velur að láta tónana tala sínu máli. Tónlist hans er fjölbreytt og nær frá idm og elektrónískum tónum yfir í dansvænni geira á borð við techno, dubstep og drum'n'bass.

Facebook
SoundCloud

Airwaves Prófíll


Nýjustu lög HaZaR

HaZar er listamaður sem ber nafn með rentu. Í tónsmíðum hans er electro, thrillstep, punkstep og óskammfeilnum trance tónum blandað saman með skítugum bassalínum og 'next level' töktum. Glitchy vókölum,  laglínum og tærri hamingju helt saman í stóra partý skál. Það er  HaZaR!

Facebook 
SoundCloud

Airwaves Prófíll


Breakbeat.is
Podcast