Hér til hliðar eru þau spjallsvæði sem að breakbeat.is bjóða upp á í dag. Vinsamlegast notið þessi spjallsvæði í eitthvað sem tengist geiranum en ekki einhvern sora og þess háttar.

Mest skrifað á kjaftæðinu

    Mest lesið á kjaftæðinu

      Umræðuefni

      Höfundur

      Skrifað

      Breakbeat.is flytur á Prikið
      11 svar
      kalli
      09. janúar kl: 02:46
      sjá frétt hér. Hvernig lýst ykkur á?
      SV: Breakbeat.is flytur á Prikið
      Muted
      09. janúar kl: 07:40
      Þetta verður sveittara en kjallarinn á jakó!
      SV: Breakbeat.is flytur á Prikið
      bjarni
      10. janúar kl: 12:51
      Vá hvað þetta verður sveitt. Ég veit ekki alveg hvað mér finnst um þetta því dansgólfið niðri er ekkert eitthvað geðveikt. Virkar samt fínt um helgar þegar Deluxxx er að spila þannig að þetta ætti að reddast. Annars er skemmtilegt crowd á prikinu þannig að þetta hljómar ágætlega.
      Verður þetta á efri eða neðri hæð? Verður hljóðkerfið eitthvað bætt? Ennþá frítt inn?
      SV: Breakbeat.is flytur á Prikið
      kalli
      10. janúar kl: 16:06
      Allt rétt og satt sem þú segir Bjarni. Við erum allavega sannfærðir um að þarna megi gera góð kvöld. Kemur í ljós hvernig útkoman verður svo.

      Sveitt og troðið þarf ekkert endilega að vera neikvætt í mínum huga, og ef færri komast að en vilja verður fólk bara að mæta fyrr. Kvöldin hafa líkt og flest tjútt á íslandi lengi liðið fyrir það hvað fólk er seint af stað.

      Það verður bætt við kerfið, þá aðallega bassi sem við erum að spá í. Þetta verður á neðri hæðinni eins og venjan er á Prikinu, en allur staðurinn þó opinn. Frítt inn.
      SV: Breakbeat.is flytur á Prikið
      bjarni
      12. janúar kl: 23:19
      Breakbeat.is þátturinn kominn á laugardagskvöld 20-22.

      Jákvætt: Ég nenni að hlusta á hann núna í útvarpinu en ekki bara podcast því ég er vakandi á þessum tíma.

      Neikvætt: Sami tími og PartyZone :/
      SV: Breakbeat.is flytur á Prikið
      kalli
      13. janúar kl: 09:29
      já það er hálf leiðinlegt að vera á sama tíma og Party Zone en sem betur fer bjóða báðir þættirnir upp á ýmsa möguleika fyrir þá sem vilja hlusta aftur/síðar. Fyrir þá sem vilja tjekka á Breakbeat.is minnum við á tónasvæðið og hlaðvarpið
      SV: Breakbeat.is flytur á Prikið
      kalli
      13. janúar kl: 09:29
      já það er hálf leiðinlegt að vera á sama tíma og Party Zone en sem betur fer bjóða báðir þættirnir upp á ýmsa möguleika fyrir þá sem vilja hlusta aftur/síðar. Fyrir þá sem vilja tjekka á Breakbeat.is minnum við á tónasvæðið og hlaðvarpið
      SV: Breakbeat.is flytur á Prikið
      illmatic
      14. janúar kl: 20:15
      vonandi að staðurinn verði smekkfullur og húsgögnum á neðri hæð fleygt fyrir róða (eða óða). Stemningin verður ekki vandamál. Sé fyrir mér svipaðan fíling og á Karamba áður en þið fluttuð á jakobsen.

      Fíla nýjan útvarpstíma betur en þann gamla. Það er fullt að lélegu drasli í gangi á PZ svo það er fínt að geta skipt á milli :)
      SV: Breakbeat.is flytur á Prikið
      illmatic
      14. janúar kl: 20:19
      ætla að leiðrétta mig stax: rétt er að segja "varpað fyrir róða" en ekki "fleygt fyrir róða". Fannst hitt þó passa örlítið betur enda er það stuðlað :)
      SV: Breakbeat.is flytur á Prikið
      kalli
      22. janúar kl: 15:08
      poster:
      SV: Breakbeat.is flytur á Prikið
      kalli
      27. janúar kl: 00:05
      SV: Breakbeat.is flytur á Prikið
      kalli
      01. febrúar kl: 10:57
      jæja hvernig fannst fólki þetta svo koma út? Fannst þetta bara heppnast ágætlega þó ég segi sjálfur frá, þröngt en ekki of og bassaboxinn bættu hljóðið til muna þótt það þurfi að tvíka það betur.
      Auðvitað hvimleitt hvernig inngangurinn á staðinn er beint inn á dansgólfið og svoleiðis, en ekkert húsnæði er gallalaust. Kemur kannski betur í ljós hvernig þetta virkar á fastakvöldinu núna á fimmtudaginn.
      Deila með vinum:

      Næsti viðburður

      upplýsingar

      Félagið Breakbeat.is á Íslandi heldur undir merkjum Breakbeat.is úti vefsíðu, útvarpsþætti, klúbbakvöldum og viðburðum af ýmsu tagi.

      Útvarp Breakbeat.is

      Breakbeat.is á Xinu 97.7 öll miðvikudagskvöld 23:00-00:00.

      Upptökur:

      Hafðu samband:

      Póstlisti


      Breakbeat.is
      Podcast