Hér til hliðar eru þau spjallsvæði sem að breakbeat.is bjóða upp á í dag. Vinsamlegast notið þessi spjallsvæði í eitthvað sem tengist geiranum en ekki einhvern sora og þess háttar.

Mest skrifað á kjaftæðinu

    Mest lesið á kjaftæðinu

      Umræðuefni

      Höfundur

      Skrifað

      DUBSTEP.IS ALLNIGHTER Á JACOBSEN
      5 svör
      Sinningur
      09. mars kl: 18:25
      DUBSTEP.IS kvöldin halda ótrauð áfram og að þessu sinni fáum við hinn kyngimagnaða og sívinsæla plötusnúð FRÓÐA frá breakbeat.is í heimsókn.


      FRÓÐI hefur marga fjöruna sopið í næturlífi Reykjavíkur og hefur hann átt sinn þátt í þróun Dubstep-senunnar á Íslandi. Fróði var einn af fyrstu íslendingunum til að uppgötva "Dubstep" tónlistarstefnuna og spila hana á klúbbum borgarinnar en ásamt því að hafa staðið fyrir fyrstu Dubstep-kvöldunum hérna á klakanum (með félögum sínum í breakbeat.is) þá hefur Fróði einnig búið í London og með berum augum hefur Fróði þar fylgst með senunni vaxa úr grasi á sínum heimaslóðum, og þróast yfir í þá gríðarlegu bólu sem tónlistin er í dag. Þetta er því hvorki í fyrsta né seinasta sinn sem Fróði stígur á stokk með liðsmönnum Dubstep.is en hann tryllti lýðinn sem leynigestur á opnunarkvöldi Dubstep.is og þeir sem lögðu leið sína þangað vita því vel við hverju skal búast!


      MAGGI B - Skagamaður, fyrrum Ofur-bolti með meiru og einn af þrem fastasnúðum Dubstep.is sem koma fram næstkomandi Föstudagskvöld í kjallara Jacobsen. Magnús býr yfir rúmlega áratugsreynslu af plötusnúðamennsku og veit hvað hann syngur, sjaldan sem aldrei til vonbrigða þá mun Magnús heilla lýðinn uppúr skónum með bassaþungri keyrslu eins og hann er best þekktur fyrir á skaganum. Þó Magnús sé mest fyrir tónlistina sína einfalda, þunga og "stripped to the bone" þá leynir sér ekki að Magnús þekkir rætur tónlistarstefnunnar og lumar hann oft inn Dub gullmolum í likindum við King Tubby og Augustus Pablo. Magnús gerir alltaf gott party jafnt sem að reyna á styrkleika hljóðkerfa, How low can you go !?

      HYPNO - Þrátt fyrir ungan aldur þá er Kári Hypno án efa einn af bestu raftónlistarmönnum þessa lands að okkar mati, hann er að fá spilun hér og þar um heiminn á ýmsum útvarpsstöðvum jafnt sem að vera að hala að sér útgáfusamningum um þessar mundir og er því heiður að hafa hann sem einn af fastasnúðum Dubstep.is, en hann kemur einnig fram í kjallara Jacobsen á föstudaginn. Kári mun sjá um upphitun en hann er þekktur fyrir að galdra alltaf fram ferska tóna og er duglegur að fylgjast með nýrri tónlist jafnt sem að spila nýja tónlist eftir sjálfan sig. Mætið snemma því þið viljið ekki missa af honum!

      SKENG - Plötusnúðamennska og tónlist á hug hans allann, Ungur að árum en býr yfir ótrúlegri færni á plötuspilurunum jafnt og vitneskju um músíkina í heild. Árni er þekktur fyrir víðförli í tónlist, hvort sem það er hip hop, drum&bass, dubstep eða hvað sem þetta allt kallast þá er Árni maðurinn í verkið. Sem fastasnúður Dubstep.is og mjög reglulegur plötusnúður á Jacobsen mun Árni Skeng bjóða ykkur upp á heljarinnar dansveislu enda gengur hann aldrei frá tómu dansgólfi, auk þess sem hann er nýkominn frá London klyfjaður af nýrri tónlist sem mun ekki fara framhjá neinum á næstkomandi föstudag, Árni er mættur.

      ---> FRÍTT INN !!!!

      Gleðin hefst á miðnætti (í kjallaranum) og hvetjum við fólk til að mæta snemma! Tilboð á barnum!


      Hlökkum til að sjá ykkur öll - Dubstep.is, með ykkur alla leið!
      SV: DUBSTEP.IS ALLNIGHTER Á JACOBSEN
      Sinningur
      09. mars kl: 18:29
      Mættur, en þú?
      SV: DUBSTEP.IS ALLNIGHTER Á JACOBSEN
      kúreki
      09. mars kl: 18:33
      Mættur
      SV: DUBSTEP.IS ALLNIGHTER Á JACOBSEN
      einumof
      11. mars kl: 21:30
      Mættöörrr!
      SV: DUBSTEP.IS ALLNIGHTER Á JACOBSEN
      kalli
      13. mars kl: 18:21
      ég mætti, þetta var fínasta kvöld, takk takk
      SV: DUBSTEP.IS ALLNIGHTER Á JACOBSEN
      Frodo
      18. mars kl: 16:58
      Takk fyrir mig, svanir sem non-svanir.
      Deila með vinum:

      Næsti viðburður

      upplýsingar

      Félagið Breakbeat.is á Íslandi heldur undir merkjum Breakbeat.is úti vefsíðu, útvarpsþætti, klúbbakvöldum og viðburðum af ýmsu tagi.

      Útvarp Breakbeat.is

      Breakbeat.is á Xinu 97.7 öll miðvikudagskvöld 23:00-00:00.

      Upptökur:

      Hafðu samband:

      Póstlisti


      Breakbeat.is
      Podcast