Hér til hliðar eru þau spjallsvæði sem að breakbeat.is bjóða upp á í dag. Vinsamlegast notið þessi spjallsvæði í eitthvað sem tengist geiranum en ekki einhvern sora og þess háttar.

Mest skrifað á kjaftæðinu

    Mest lesið á kjaftæðinu

      Umræðuefni

      Höfundur

      Skrifað

      Breakbeat.is All Nighter og Pub Quiz 21.05.2010
      2 svör
      kalli
      08. maí kl: 13:48
      ____________________________________
      All Nighter
      ____________________________________
      Breakbeat.is í samstarfi við Finlandia kynnir:
      Breakbeat.is All Nighter á Prikinu 21.05.2010

      Breakbeat.is slær upp heljarinnar próflokatjútti þann 21. maí næstkomandi. Fastasnúðarnir Kalli og Ewok leika fyrir dansi og bjóða upp á bumbur, bassa og brotna takta langt fram á morgun.

      // Breakbeat.is All Nighter á Prikinu 21.05.2010
      // Ewok
      // Kalli
      // Frítt inn | 23:55-05:30
      // www.breakbeat.is



      ____________________________________
      Pub Quiz
      ____________________________________

      Breakbeat.is bryddar upp á nýbreytni og eflir til pub quiz tengdu taktabrotstónlist ýmiss konar í gegnum árin. Fyrsta pub quiz breakbeat piltanna fer fram á undan næturlöngu tjútti þeirra á Prikinu þann 21. maí næstkomandi.

      Ert þú viskubrunnur um drömmen , veistu allt um dubstep? Geturðu talið upp catalogue númer á Moving Shadow og þekkir öll remixin af Inner City Life? Mannstu hver hitaði upp fyrir N-Trance í kolaportinu og hvenær Skýjum Ofar var á dagskrá Xins?

      Hvort sem þú svarar játandi eða neitandi er Breakbeat.is pub quizið eitthvað fyrir þig. Vegleg verðlaun fyrir það lið sem svarar flestum spurningum rétt og góðar stundir fyrir alla hina. Sjáumst á Breakbeat.is pub quiz þann 21. maí!
      SV: Breakbeat.is All Nighter og Pub Quiz 21.05.2010
      kalli
      18. maí kl: 17:56
      Fyrirkomulag Pub Quiz:

      * Quizið hefst kl 22:00
      * Hámark 3 í liði
      * 30 spurningar
      * Netsímar, fartölvur og önnur slík tól eru vitaskuld óheimil
      * Spurt verður úr sögu taktabrotstónlistar innanlands og utan. Hardcore, jungle, drum & bass og dubstep kemur allt við sögu
      * Mútur vel þegnar
      * Gagnlegir hlekkir fyrir heimalærdóm:
      www.breakbeat.is/upplysingar/sagan
      www.rolldabeats.com
      www.discogs.com

      Það er til mikils að vinna því stigahæsta liðið í lok keppninar hlýtur nafnbótina Breakbeat Nöllarnir 2010, ævivarandi heiður og einn tug bjóra á Prikinu.
      SV: Breakbeat.is All Nighter og Pub Quiz 21.05.2010
      kalli
      18. maí kl: 18:28
      Deila með vinum:

      Næsti viðburður

      upplýsingar

      Félagið Breakbeat.is á Íslandi heldur undir merkjum Breakbeat.is úti vefsíðu, útvarpsþætti, klúbbakvöldum og viðburðum af ýmsu tagi.

      Útvarp Breakbeat.is

      Breakbeat.is á Xinu 97.7 öll miðvikudagskvöld 23:00-00:00.

      Upptökur:

      Hafðu samband:

      Póstlisti


      Breakbeat.is
      Podcast